Reyðarfjörður: Vilja stemma stigu við fjölgun dúfna

rfj fjardabyggdForsvarsmenn sex fyrirtækja í miðbæ Reyðarfjarðar hafa beðið bæjaryfirvöld að grípa til aðgerða til að stemma stigu við fjölgun dúfna. Þeir segja þær valda skemmdum og óþrifum á húsum þeirra.

Í erindi þeirra segir að undanfarna vegur hafi verið töluert ónæði og óþrif af völdum dúfna í bænum en nú sé svo komið að þær fari um tugir saman og setjist á húsþök og aðra aðstöðu fyrirtækja.

Þekkt sé að úrgangur frá fuglunum valdi tæringu og skemmdum á húsum auk óþrifa og ónæðis.

Þeir segja að íbúar gefi fuglunum og þeim fjölgi þá frekar en hitt. Dúfnaræktun sé ekkert mál en þá verði að vera íverustaðir fyrir þær.

Bæjarráð Fjarðabyggðar vísaði málinu til undirnefndar og framkvæmdasviðs auk þess sem óskað hefur verið umsagnar Náttúrustofu Austurlands.

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.