Samið á álverslóð

alver alcoa april2013Samningar tókust í gær á milli AFLs Starfsgreinafélags við átta verktakafyrirtæki sem starfa sem undirverktakar Alcoa Fjarðaáls við Reyðarfjörð.

Í tilkynningu frá AFLi segir að samningarnir hafi verið gerðir í formi fyrirtækjasamninga með sameiginlegum rammasamningi sem AFL, Samtök atvinnulífsins og Alcoa gerðu fyrir rúmum hálfum mánuði.

Verkfalli var þá frestað meðan unnið var í einstökum samningum. Til hálfs dags verkfalls kom í fyrradag þar sem þeim var ekki lokið.

Rammasamkomulagið á meðal annars að tryggja að sambærileg laun séu hjá undirverktökunum og álverinu sjálfu.

Samningarnir verða kynntir í næstu viku og í kjölfarið verða greidd atkvæðu um þá innan hvers fyrirtækis fyrir sig.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.