Nýr Bjarni Ólafsson sigldi inn Norðfjörðinn

bjarni olafsson ak sigadNýr Bjarni Ólafsson AK kom til Neskaupstaðar í fyrsta sinn á mánudagsmorgun. Skipið er í eigu Runólfs Hallfreðssonar ehf. á Akranesi sem Síldarvinnslan á rúman þriðjungshlut í.

Skipið er keypt frá Noregi og hét áður Fiskeskjer. Það er smíðað árið 1999 og er 2000 brúttótonn að stærð, 67,4 metrar að lengd og 13 að breidd. Burðargeta skipsins er 1980 tonn og er unnt að kæla allan aflann.

Það leysir af hólmi eldra skip sem smíðað var árið 1978 og því kominn tími á endurnýjun. Bjarni stoppaði stutt í höfn því það hélt til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni.

Skipið er reyndar ekki ókunnugt höfninni á Norðfirði því það hafði komið landað þar loðnu. Í febrúar 2008 vann það sér það til frægðar að sigla á hafnarkantinn en gír þess bilaði þegar verið var að færa það til.

Nýr Bjarni Ólafsson siglir inn Norðfjörð. Mynd: SigAð

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.