Þórsverk átti lægsta boð í brú yfir Eskifjarðará

nordfjardargong 16092013 2Þórsverk ehf. í Reykjavík átti lægsta boð í nýja brú á Eskifjarðará en brúin fylgir framkvæmdum við Norðfjarðargöng. Fjögur verk eru á dagskrá Vegagerðarinnar austan lands í ár.

Tilboð í brúna sem verður 58 löng bitabrú í þremur höfum voru opnuð um miðjan apríl. Þórsverk bauð 130,9 milljónir en Vélsmiðja Hjalta Einarssonar á Reyðarfirði 156,2 milljónir.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 131,4 milljónir. Gert er ráð fyrir að verkinu verði að fullu lokið fyrir 1. október.

Í nýjasta tölublaði Framkvæmdafrétta er einnig farið yfir helstu framkvæmdir í vega- og brúargerð á árinu.

Þar er komið inn á brúna sem og Norðfjarðargöng með vegtengingum sem eiga að vera klár í september 2017.

Á næstunni verða boðnar úr endurbætur á Hringveginum um Heiðarenda á Fljótsdalshéraði, 6,4 km kafli á milli Jökulsár og Heiðarsels, sem á að vera tilbúinn á næsta ári.

Þá er gert ráð fyrir endurbótum á 1 km kafla á Hringveginum um Blábjörg í Álftafirði í sumar.

Forsvarsmenn sveitarfélaga á Austurlandi hafa að undanförnu lýst áhyggjum sínum af takmörkuðum framlögum til viðhalds og nýframkvæmda vega og segja að í ófremdarástand stefni.

Frá brúargerð yfir Norðfjarðará. Mynd: VHE

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.