Verkfall á álverslóð hefst á hádegi

alver 14082014Verkfall starfsmanna undirverktaka á álverslóðinni í Reyðarfirði hefst á hádegi takist samningar ekki fyrir þann tíma. Samningafundur stendur yfir hjá ríkissáttasemjara en miklar líkur virðast á verkfalli þar sem mörgu er ólokið í samningagerðinni.

Verkfallið nær til starfsmanna eftirfarandi fyrirtækja: Brammer, Eimskipafélagið, Fjarðaþrif, Launafl, Lostæri, Securitas, Sjónarás (Gámaþjónustan), VHE.

Verkfallið nær einungis til þeirra starfa sem unnin eru á athafnasvæði verksmiðjunnar og á Mjóeyrarhöfn og til starfsmanna sem vinna að jafnaði 70% eða meira starfs síns vegna verkefna fyrir Fjarðaál.

Í tilkynningu AFLs Starfsgreinafélags segir að félagið muni bjóða fyrirtækjunum undanþágur frá boðuðu verkfalli vegna starfa sem beinlínis tengjast öryggi almennings, umhverfis eða starfsmanna.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.