Samningar náðust um störf löndunarmanna

afl trunadarmenn verkfall 30042015 0003 webStarfsmenn Síldarvinnslunnar hafa í morgun unnið að því að landa kolmunna á Seyðisfirði þrátt fyrir að verkfallsboðun Starfsgreinasambandsins nái til þeirra. Samkvæmt heimildum Austurfréttar náðist samkomulag um störf þeirra áður en verkfall skall á klukkan tólf á hádegi.

Ekki náðist í forsvarsmenn AFLs Starfsgreinafélags við vinnslu fréttarinnar til að staðfesta þessi tíðindi en eftir því sem næst verður komist var gerður samningur milli AFLs og Síldarvinnslunnar um kjör löndunarmanna í morgun.

Austurfrétt er kunnugt um að AFLi hafi borist nokkrar meldingar um verkfallsbrot frá því að verkfallið hófst og hafa trúnaðarmenn félagsins farið víða við eftirlit.

Algengast er að einstaklingar telji verkfallið ekki eiga við sig eða að eigendur, verkstjórar eða önnur ættmenni gangi í störf verkafólks.

Tæplega 1400 starfsmenn AFLs leggja niður vinnu í dag en félagið er það næst stærsta innan Starfsgreinasambandsins. AFL er næst stærsta félagið innan Starfsgreinasambandsins.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.