Verkfall: Veitingastaðirnir loka á hádegi á morgun

hjordis thora sigurthorsdottir aflSýnilegustu áhrif hálfs dags verkfalls verkafólks á félagssvæði AFLs á morgun verða að líkindum á veitinga- og gististaðir. Formaður félagsins segist ekki bera miklar væntingar til samningafundar í fyrramálið.

Verkfallið sem hefst klukkan tólf á morgun tekur til verkafólks á félagssvæði AFLs sem starfar samkvæmt almennum kjarasamningi félagsins og þjónustusamningi við Samtök atvinnulífsins.

Þjónustusamningurinn nær til starfsfólks á stöðum sem selja mat og gistingu, svo sem hótelum, veitingastöðum og bensínstöðum.

Almenni samningurinn nær meðal annars til þeirra sem starfa í matvælavinnslu, bifreiða og tækjastjórnenda, ófaglærða verkamanna í mál- og byggingaiðnaði, mötuneytisstarfsmanna og ræstingafólks.

Þannig má búast við að einhverjir vinnustaðir loki þar sem starfsemi þar er ekki heimil nema ræstingar séu til staðar. Eins er ljóst að ferðir Strætó milli Egilsstaða og Akureyrar falla niður verkfallsdagana.

„Hálfur dagur hefur ekki endilega mikil áhrif á almenna íbúa en áhrifin finnast þegar þau verða lengri," segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs.

Verkafólk sem vinnur eftir öðrum kjarasamningum, svo sem á álverslóðinni, í fiskimjölsverksmiðjum og hjá ríki og sveitarfélögum fer ekki í verkfall.

Samningafundur í deilunni er boðaður klukkan tíu í fyrramálið en Hjördís er ekki bjartsýn á að hann skili árangri.

„Það hefur ekkert verið að gerast og síðasti fundur var á fimmtudag. Miðað við það sem á undan er gengið hef ég ekki miklar væntingar til fundarins."

Aftur er boðað til hálfs dags verkfalls fimmtudag og föstudag í næstu viku.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.