Sérfræðingar Símans með ráðgjöf í Tölvulistanum: Hvetjum alla til að kíkja við

tolvulistinn egs„Nú þegar snjalltækin hafa snarbreytt fjarskiptanotkun margra geta nýjar þjónustuleiðir hentað mun betur en þær gömlu,“ segir Þorsteinn Jón Bjarkason sem er á leiðinni til Egilsstaða.

Sérfræðingar Símans verða í Tölvulistanum Egilsstöðum dagana 28.-30. apríl og veita viðskiptavinum ráðgjöf. Þeir verða einnig vopnaðir 260 sundmiðum í sundlaugina fyrir þá sem vilja fagna sumrinu í frostinu. Þeir snúa lukkuhjóli fyrir viðskiptavini sem kaupa nýja þjónustu.

„Við förum í gegnum áskriftir þeirra sem koma og sjáum hvort okkur tekst ekki að aðlaga enn betur þjónustuna að þörfum hvers og eins. Við hvetjum alla til að kíkja við,“ segir Þorsteinn en þótt hann komi nú að sunnan er hann flestum hnútum kunnugur.

Hann ólst upp á Vopnafirði, var í Menntaskólanum á Egilsstöðum og lék knattspyrnu með Hetti: „Ætli það hafi ekki verið sumarið 2005,“ segir hann og hlakkar til að hitta gamla vini og félaga og aðra íbúa Egilsstaða og nágrennis.

„Það vita ekki allir að með inneignum í GOmobile má greiða niður fjarskiptaþjónustu Símans. Hægt er að fá Premium áskrift að Spotify tónlistarveitunni án endurgjalds um tíma og bæta má 550 klukkustunda sjónvarpsefni við áskriftina að Sjónvarpi Símans fyrir aðeins 490 krónur á mánuði.“ Sigurður Svansson, viðskiptastjóri endursölu hjá Símanum, verður með Þorsteini en hittir jafnframt samstarfsaðila en á Egilsstöðum starfa Tölvulistinn og Rafteymi með Símanum.

„Já, mér þótti tryggara að taka Steina með í þetta skipti. Síðast festum við Símabílinn rétt fyrir utan Fellabæ. Við vorum fyrir hundaheppni dregnir úr snjóruðningi af traktorseiganda sem átti leið hjá og þökkum kærlega fyrir. Nú tökum við enga sénsa,“ segir Sigurður.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.