Hafnar ásökunum um tilraunir til verkfallsbrota

afl raudir hnefar vor2015Formaður Stjórnendafélags Austurlands segir ekkert hæft í ásökunum AFLs starfsgreinafélags um að 40 nýir félagsmenn hafi gengið í Stjórnendafélagið á aðalfundi þess um helgina til að grafa undan kjarabaráttu verkalýðshreyfingarinnar.

„Þessir félagar hafa gengið í gengið í félagið frá síðasta aðalfundi sem var haldinn í apríl á síðasta ári. Yfirlýsing AFLs er alröng," segir Benedikt Jóhannsson, formaður Stjórnendafélagsins.

AFL starfsgreinafélag sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem segir að grunur sé um að nýju félagsmennirnir hafi gengið í Stjórnendafélagið til að grafa undan samstöðu launafólks í komandi verkföllum.

„Þetta er í takt við það sem forystumenn AFLs hafa haldið fram, að Verkstjórafélagið sé í raun ekki stéttarfélag í kjarabaráttu heldur klúbbur sem sækir allar kjarabætur til baráttu verkalýðsfélaga en leggur ekkert til sjálfur. Alvöru verkalýðsfélög taka ekki við nýjum félögum úr félögum sem standa í vinnudeilu."

Í yfirlýsingu AFLS er bent á að verkfall verkafólks á Austurlandi, sem hefst á hádegi á fimmtudag, sé óháð því í hvaða stéttarfélagi menn séu. AFL sé eina félagið sem geri kjarasamninga um störf verkafólks á svæðinu og því nái verkfallið til verkafólks en ekki félagsaðildar.

Ítrekað er að ekki verði liðið að verkstjórar gangi í störf verkafólks og gripið verði til aðgerða gegn slíkum brotum.

Aðspurður um hvort forsvarsmenn Stjórnendafélagsins muni á einhvern hátt tryggja að félagsmenn þess gangi ekki í störf almennra verkamanna svarar Benedikt að félagsmönnum sé treyst til að meta stöðuna.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.