Höfnuðu óskum um gististað á Eiðum

eidar april15 eidalaekurHeilbrigðisnefnd Austurlands hefur hafnað erindi um að selja gistingu í húsnæði sem áður tilheyrði Alþýðuskólanum á Eiðum. Fráveitumál teljast ekki í ásættanlegu ástandi.

Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð nefndarinnar ern þar segir að staðarhaldari hafi sótt um að mega selja gistingu í 18 tveggja manna herbergjum í húsnæði Stóruþinghár ehf. Erindi hans hafi fylgt upplýsingar um að rotþró yrði tæmd á þriggja vikna fresti.

Sumarið 2011 mældist óeðlilega mikil gerlamengun í Eiðalæk sem rennur út í Eiðavatn. Það var í annað sinn sem athugasemdir voru gerðar við slíka mengun en sýni úr læknum árið 2006 reyndust illa menguð.

Í byrjun árs 2012 bókaði nefndin að ekki yrðu gefin út starfsleyfi fyrir samfellda starfsemi í húsnæði fyrrum Alþýðuskólans með miklu álagi á fráveitukerfið fyrr en þau mál verði komin í viðunandi horf.

Hótel Edda hætti í kjölfarið rekstri sumarhótels á staðnum en heimamenn seldu gistingu sem var smærri að umfangi en áður.

Í frétt RÚV frá því fyrr í mánuðinum er haft eftir Sigurjóni Sighvatssyni, aðaleiganda Stóruþinghár ehf. að rekstri Edduhótelsins hafi meðal annars verið hafnað því ekki samdist um þátttöku hótelkeðjunnar í lagfæringu húsnæðisins á Eiðum.

Um 20 milljónir kosti að lagfæra fráveituna og farið hefði verið í þær framkvæmdir ef Edda hefði endurnýjað samninginn.

Heilbrigðisnefndin hafnar erindinu um ósk um gistireksturinn á Eiðum þar sem hann yrði viðbót við það mengunarálag sem þegar sé á Eiðalæk. Þá sé flutningur á skólpi ekki ásættanleg lausn.

Eins og Austurfrétt greindi frá fyrir skemmstu hafa átt sér viðræður um samstarf milli Sigurjóns og Hildibrand-hótela um framtíð Eiða.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.