„Þetta skiptir okkur öllu máli": Loðnuvinnslan veitti styrki á aðalfundi sínum

SV webAðalfundur Loðnuvinnslunnar hf. var haldinn um miðjan apríl og auk hefðbundinna aðalfundastarfa voru þar veittir styrkir til góðra málefna.

Hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta árið 2014 var 1.001 milljón sem er 84% hærra en árið 2013. Tekjur LVF að frádregnum eigin afla voru kr. 5.823 milljónir. Eigið fé félagsins í árslok 2014 var kr. 3.900 milljónir sem er 44% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Hlutafé LVF er kr. 700 milljónir. Stærsti hluthafinn er Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga með 84% eignarhlut. Samþykkt var að greiða 14% arð til hluthafa eða kr. 98 milljónir.

Alls voru veittir styrkir fyrir rúmar sjö milljónir króna. Knattspyrnudeild Leiknis hlaut 4.000.000, starfsmannafélags Loðnuvinnslunnar 2.000.000, áhugamannahópur um Franska daga 600.000, fimleikadeild Leiknis 500.000 og Fáskrúðsfjarðarkirkja hlaut 500.000 í tilefni 100 ára afmæli kirkjunnar.

Magnús Ásgrímsson, formaður knattspyrnudeildar Leiknis, segir stuðning Loðnuvinnslunnar ómetanlegann.

„Þetta skiptir okkur öllu máli og Loðnuvinnslan hefur verið okkar langstærsti styrktaraðili í gegnum tíðina. Við komumst upp um deild í haust, en það þýðir enn frekari ferðakostnaður," segir Magnús og bætir því við að Leiknir hafi gert sér lítið fyrir og komist áfram í Lengjubikarnum um helgina og mætir því Aftureldingu í Boganum á Akureyri á fimmtudaginn.

Frá vinstri: Friðrik Guðmyndsson, forstjóri LV, Lars Gunnarsson, stjórnarmaður LV, Kristín Hanna Hauksdóttir, fyrir hönd starfsmannafélags LV, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur á Fáskrúðsfirði, Valborg Jónsdóttir, fulltrúi fimleikafélags Leiknis, Guðbjörg Steinsdóttir fulltrúi Franskra daga og Magnús Ásgrímsson, formaður Knattspyrnudeildar Leiknis. Ljósmynd: Jónína G. Óskarsdóttir


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.