Búið að opna yfir Breiðdalsheiði og Öxi

oxi april2015 mokstur vgMokstursmenn frá Vegagerðinni hafa í vikunni unnið að því að opna vegina yfir Breiðdalsheiði og Öxi. Talsmaður Vegagerðarinnar segir opnanirnar á fjallvegunum hafa gengið vel.

Leiðin yfir Öxi var opnuð seinni partinn í dag. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir heldur minni snjó hafa verið á henni en venjulega.

Snjórinn var meiri að sunnanverðu en snjóalög jafnari að norðanverðu. Moksturinn gekk þó vel.

Hálka er á heiðinni en brekkur verða sandaðar þannig leiðin á að vera fær.

Breiðdalsheiði var opnuð fyrr í vikunni en þar er einnig hálka. Samkvæmt mokstursreglum Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að fjallvegirnir tveir séu mokaðir tvisvar í viku að hausti og vori á meðan snjólétt er.

Enn er lokað til Mjóafjarðar og yfir Hellisheiði til Vopnafjarðar. Eftir því sem Austurfrétt kemst næst er ekki orðið ljóst hvenær þær leiðir verða opnaðar.

Frá Öxi í gær. Myndir: Vegagerðin
oxi april2015 mokstur vg3oxi april2015 mokstur vg4oxi april2015 mokstur vg5
oxi april2015 mokstur vg2

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.