Enginn ræddi tillögu um Eiða

eidarBæjarstjórn Fljótsdalshéraðs veitti í kvöld bæjarráði heimild til að taka afstöðu til þess hvort fallið verði frá forkaupsrétti sveitarfélagsins á Eiðastað.

Hugmyndir um kaup félags sem tengist Hildibrand Hótel í Neskaupstað var kynnt í bæjarráði á mánudag og beindi ráðið því til bæjarstjórnar að falla frá forkaupsréttinum en það var ósk forsvarsmanns félagsins.

Í samningi um sölu Eiða frá árinu 2001 segir að sveitarfélagið hafi forkaupsrétt að eignum að Eiðum hyggist kaupandi selja þær aftur.

Ákvæðið á jafnt við um eignirnar í heild sem og einstakar húseignir eða einstaka hluta lands. Undanþegin forkaupsrétti er sala einstakra landspila allt að 2 hekturum að stærð.

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í kvöld að veita bæjarráði umboð til að taka afstöðu til þess hvort fallið verði frá forkaupsrétti þeirra eigna á Eiðastað sem til stendur að selja þegar samningar milli aðila liggja fyrir.

Samningsaðilar sendu frá sér yfirlýsingu á mánudagskvöld þar sem áréttað var að Eiðastaður hefði hvorki verið seldur né gengið frá kaupsamningi um hann. Samningaræður væru hins vegar í gangi milli Hildibrand Hótels og núverandi eiganda, Sigurjóns Sighvatssonar, um samstarf um uppbyggingu og framtíðar Eiðastaðar.

Nánar verði skýrt frá málinu þegar samningunum sé lokið.

Enginn bæjarfulltrúi tók til máls við umræðurnar í kvöld og samþykkti bæjarstjórnin heimildina samhljóða.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.