Dæmdur fyrir að áreita ellefu ára stelpu í gegnum Skype

heradsdomur austurlands hamar 0010 webHéraðsdómur Austurlands hefur dæmt tvítugan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita ellefu ára stelpu með kynferðislegu tali í gegnum samskiptaforritið Skype.

Ákærði og brotaþoli áttu í um þriggja tíma samtali í gegnum forritið í apríl árið 2013.

Í dóminum segir að karlmaðurinn hafi viðhaft „ýmiss konar kynferðislegt tal", ítrekað beðið stúlkuna um að hreyfa vefmyndavélina til og frá þannig að sæist í afturenda hennar, falast eftir að hún heimsækti hann og hann fengi að snerta hana, meðal annars að káfa á afturenda hennar.

Gögn málsins byggjast meðal annars af skriflegum samskiptum þeirra sem fundust við leit í tölvu hans sem var í haldi lögreglu vegna annarrar rannsóknar sem beindist að honum.

Af samskiptunum verður meðal annars ráðið að hann hafi sýnt henni kynfæri sín á meðan hann fróaði sér fyrir framan myndavélina.

Karlmaðurinn játaði brot sitt skýlaust en tók þó fram að hann myndi lítið eftir atvikum þar sem hann hefði verið í mikilli á umræddum tíma. Hann hafi síðan leitað sér meðferðar.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hefði brotið gegn trúnaðartrausti mjög ungrar manneskju í skjóli nokkuð náinna fjölskyldutengsla.

Á móti var litið til greiðrar játningar hans og ungs aldurs.

Hann var því dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða stúlkunni 400 þúsund krónur í miskabætur og tæpar 900 þúsund krónur í málskostnað.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.