Verkfalli frestað um átta sólarhringa

alver 14082014Samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags, í vinnudeilu um kjör starfsmanna undirverktaka ALCOA, ákvað í fundi á laugardaginn að fresta áður boðuðu verkfalli um átta daga hjá hjá sjö aðildarfyrirtækjum SA sem starfa sem undirverktakar hjá ALCOA og einu fyrirtæki sem stendur utan SA.

Í yfirlýsingu frá AFLi kemur fram að ástæða frestunnarinnar sé sú að á samningafundum á fimmtudag og laugardag hafi náðst árangur sem samninganefndin telur réttlæta frestunina – þ.e. að mögulega dugi komandi vika til að ná samkomulagi sem unnt verði að leggja fyrir starfsmenn undirverktaka í atkvæðagreiðslu.

Í yfirlýsingunni segir að eftirtaldir þættir hafi verið hafðir að meginmarkmiði í kröfugerðinni:
  • Að tryggja starfsmönnum undirverktaka sambærileg kjör og starfasmenn ALCOA hafa.
  • Að það séu kjarasamningar um kaup og kjör á svæðinu en ekki einhliða ákvarðanir einstakra fyrirtækja.
  • Að tryggja lágmarkskjör á athafnasvæðinu þannig að ný fyrirtæki geti ekki komið inn og undirboðið aðra með því að greiða lægri laun en nú eru greidd.
Í yfirlýsingunni segir að til þess að þessi markmið náist hafi verið krafist sérstaks kjarasamnings við SA sem hafi sama gildi og aðrir lágmarkskjarasamningar. Þeirri kröfu hafi alltaf verið hafnað, en á fimmtudag hafi verið lagt fram óformlegt tilboð um að ALCOA Fjarðaál gerði að skilyrði í útboðslýsingum að ákveðin lágmarkskjör yrðu tryggð og jafnfram að allir undirverktakar gerðu „vinnustaðasamninga" í anda samningsins sem AFL er með við Eimskip vegna vinnu á Mjóeyrarhöfn, við AFL Starfsgreinafélag.

Að höfðu samráði við lögmenn félagsins sýnist, ef þetta gengur eftir, markmiðin þó svo óskastaðan hafi verið sú að gera kjarasamning um málið. Samkomulagið við ALCOA yrði því ígildi tryggingar fyrir ákveðnum lágmarkskjörum.

Samninganefndin ákvað því á laugardag að þetta væri þess virði að skoða og frestaði því boðaðri vinnustöðvun í þeirri von að ásættanleg niðurstaða yrði í deilunni án þess að grípa þyrfti til harkalegra aðgerða.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.