Rúturnar voru ekki búnar til vetraraksturs: Annríki hjá björgunarsveitum um helgina

rutubjorgun 09102013 nikkibraga 2 webTöluvert annríki var hjá austfirskum björgunarsveitum um helgina sem meðal annars aðstoðuðu þrjár smárútur með tæplega tveggja tíma millibili.

Á föstudagskvöldið aðstoðaði Björgunarsveitin Hérað þrjár litlar rútur sem sátu fastar á Fagradal, rétt ofan við Mjóafjarðarafleggjara, ein þeirra var með stóra kerru og lokaði veginum. Einum og hálfum tíma síðar þurfti sveitin að losa sömu rútur við Einarsstaði. Póstbíllinn lenti einnig í vandræðum á Fagradal.

Samkvæmt Kjartani Benediktssyni, formanni Björgunarsveitarinnar Héraðs, voru rúturnar ekki útbúnar miðað við aðstæður sem voru slæmar. Rúturnar, sem voru fullar af útlendingum með íslenska bílstjóra, voru á leið niður á firði en snúið við eftir þær festust á Fagradal. Vegna mikils farþegafjölda var ákveðið að hópurinn gisti á Einarsstöðum en rúturnar lentu aftur í vandræðum á leið sinni þangað.

„Þetta dæmi á sér nú bara eðlilegara skýringar. Það var mjög hált og bílarnir á sumardekkjum. Hópurinn var mjög þakklátur og laus við alla hræðslu – en auðvitað þykir öllum leiðinlegt að þurfa að kalla út björgunarsveitir og hvað þá tvisvar sama kvöldið," segir Kjartan.

Björgunarsveitn Sveinungi í Borgarfirði Eystra sótti bílstjóra ruðningstækis í Vatnsskarð á föstudagskvöldið, en tækið var skilið eftir.

Björgunarsveitirnar Vopni á Vopnafirði og Jökull í Jökuldal komu ökumönnum þriggja bíla til aðstoðar, tveimur í Langadal og einum í Jökuldal á laugardaginn. Auk þess var rútu fylgt til Vopnafjarðar með aðkomu ruðningstækis.

Björgunarsveitin Hérað losaði svo bíl fyrir ofan Grænafellsskriður aðfaranótt sunnudags og færði á öruggan stað.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.