Skiptum lokið á þrotabúi útgerðar rúmum 20 árum eftir gjaldþrot

nausti haftindurSkiptastjóri þrotahús Nausta hf. í Neskaupstað lauk nýverið skiptum á búinu, 22 árum eftir að fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota. Ekkert kom upp í lýstar kröfur.

Útgerðarfélagið Nausti var stofnað í Neskaupstað árið 1989 kennt við samnefndan mát, Nausta NK-97 sem var tæplega 40 lestir að stærð.

Árið 1991 keypti félagið annan bát, Haftind HF-123 af Samherja og var fjallað veglega um nýjasta bát Norðfirðinga í fjölmiðlum. Báturinn var ríflega 60 lestir að stærð en honum fylgdi ríflega 40 tonna þorsk- og ýsukvóti. Skipstjóri var Magni Kristjánsson.

Eftir það virðist hafa farið að halla undan fæti og í september árið 1992 var félagið tekið til gjaldþrotaskipta og skiptastjóri skipaður í búinu.

Að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu var nýr skiptastjóri skipaður í byrjun árs árið 2011 og lauk hann verki sínu í nóvember síðastliðnum. Ekkert fékk upp í tæplega 16 milljóna kröfur í búið.

Haftindur á Norðfirði. Mynd: Austurland

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar