Skiptum lokið á þrotabúi útgerðar rúmum 20 árum eftir gjaldþrot

nausti haftindurSkiptastjóri þrotahús Nausta hf. í Neskaupstað lauk nýverið skiptum á búinu, 22 árum eftir að fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota. Ekkert kom upp í lýstar kröfur.

Útgerðarfélagið Nausti var stofnað í Neskaupstað árið 1989 kennt við samnefndan mát, Nausta NK-97 sem var tæplega 40 lestir að stærð.

Árið 1991 keypti félagið annan bát, Haftind HF-123 af Samherja og var fjallað veglega um nýjasta bát Norðfirðinga í fjölmiðlum. Báturinn var ríflega 60 lestir að stærð en honum fylgdi ríflega 40 tonna þorsk- og ýsukvóti. Skipstjóri var Magni Kristjánsson.

Eftir það virðist hafa farið að halla undan fæti og í september árið 1992 var félagið tekið til gjaldþrotaskipta og skiptastjóri skipaður í búinu.

Að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu var nýr skiptastjóri skipaður í byrjun árs árið 2011 og lauk hann verki sínu í nóvember síðastliðnum. Ekkert fékk upp í tæplega 16 milljóna kröfur í búið.

Haftindur á Norðfirði. Mynd: Austurland

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.