Verðlaunuð fyrir úrvalsmjólk fjórða árið í röð

hvannabrekka urvalsmjolk 2013  2  1Fjórða árið í röð voru þau Steinþór Björnsson og Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir á Hvannabrekku í Berufirði, verðlaunuð fyrir úrvalsmjólk.

Verðlaun fyrir úrvalsmjólk fá þau kúabú sem leggja inn mjólk í 1. flokki A í öllum mánuðum ársins. Hvannabrekka var í ár, líkt og í fyrra, eina kúabúið á Austurlandi sem hlaut þessa viðurkenningu.

Það er Auðhumla, samvinnufélag mjólkurframleiðenda, sem veitir verðlaunin. Auðhumla er í eigu um 700 mjólkurframleiðenda um land allt. Hún hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir sem eru seldar á markaði á Íslandi og erlendis. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf.

Með bestu kúabúum á landinu

Það eru gerðar mjög strangar gæðakröfur til allrar mjólkur sem mjólkurframleiðendur leggja inn. Það eru tekin sýni úr allri mjólk sem sótt er. Það hlýtur því að teljast góður árangur og ekki sjálfgefið að hljóta þessi verðlaun fjögur ár í röð, og er óhætt að segja að kúabúið á Hvannabrekku er með þeim bestu á landinu.

Mynd 1: Verðlaunagripurinn sem skötuhjúin á Hvannabrekku hrepptu á dögunum. Úr einkasafni.
Mynd 2: Verðlaunagripirnir frá 2011. 2012 og 2013. Úr einkasafni.

Það var vefur Djúpavogs sem greindi frá

hvannabrekka urvalsmjolk 2014

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.