Gert ráð fyrir afgangi hjá Borgarfjarðarhreppi

borgarfjordur eystriGert er ráð fyrir ríflega 900 þúsund króna afgangi af rekstri Borgarfjarðarhrepps á árinu samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun. Ráðist verður í endurbætur á félagsheimilinu Fjarðarborg.

Gert er ráð fyrir tekjum upp á rúmar 127 milljónir en rekstrargjöld og fjármagnsgjöld nemi um 126 milljónum.

Veltufé frá rekstri er áætlað 10,4 milljónir og fjárfestingar ársins 15,5 milljónir.

Stærsta fjárfestingin felst í endurbótum á félagsheimilinu Fjarðarborg fyrir fimm milljónir. Þá verður ráðist í endurbætur á vatnsveitu fyrir þrjár milljónir og endurnýjun tækja fyrir sömu upphæð.

Þá samþykkti hreppsnefndin að sú fjárhæð sem ekki gekk út úr atvinnuaukningasjóði í fyrra bætist við sjóðinn í ár. Því verða 2,8 milljónir til úthlutunar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.