Byssur til staðar í austfirskum lögreglubílum

logreglanUmdæmi lögreglunnar á Austurlandi er eitt þriggja umdæma sem er með skammbyssur í lögreglubifreiðum. Lögreglustjórar meta þörfina á staðsetningu vopna.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, við fyrirspurn sem Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri grænna, lagði fram á Alþingi fyrir skemmstu.

Samkvæmt svarinu eru 16 skotvopn hjá lögreglustjóranum á Austurlandi, 5 fjárbyssur og 11 skammbyssur. Fjárbyssurnar eru einskota skammbyssur.

Aðeins tvö embætti eru með færri skotvopn, á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum.

Skotvopn eru á alls á 36 lögreglustöðvum um allt land en ekki er greint nánar frá því hvernig þau skiptast niður.

Einstakir lögreglustjórar ákveða hvar skotvopnin eru staðsett en þörfina skal meta út frá forgangstíma við neyðarútköll auk þess sem byggt er á hættumötum greiningardeildar ríkislögreglustjóra, þarfagreiningu ríkislögreglustjóra og áhættugreiningu á viðbúnaðargetu lögreglunnar.

Skammbyssur eru í staðar í lögreglubifreiðum hjá embættunum á Vesturlandi, Austurlandi og Suðurlandi. Um er að ræða 19 Glock skammbyssur í 11 bílum.

Þá hefur sérsveit ríkislögreglustjóra fleiri skotvopn í sínum farartækjum.

Í svari við fyrirspurn Austurfréttar í október sagði Inger L. Jónsdóttir, þáverandi lögreglustjóri á Eskifirði og núverandi lögreglustjóri á Austurlandi, að geymslustaðir skotvopna embættisins á hverjum tíma væri trúnaðarmál. Yfirlögregluþjónn í Seyðisfjarðarumdæmi sagði að vopn þar væru geymd í læstum hirslum á lögreglustöðvum á Egilsstöðum og Vopnafirði.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.