Símasambandslaust í tvo daga á Efra-Jökuldal

jokuldalur juli14Símasambandslaust hefur verið á bæjum á Efra-Jökuldal í dag og í gær eftir bilun á Gagnheiði. Unnið er að viðgerð samkvæmt upplýsingum frá Mílu.

Sigurrós Jónsdóttir, samskiptastjóri fyrirtækisins, segir að önnur bilun hafi komið upp þegar verið var að endurnýja búnað á Gagnheiði.

Við það varð símstöðin á Hákonarstöðum sambandslaus og um leið allir þeir bæir sem tengjast henni. Bæði datt út fastlínusamband sem og GSM-samband og netsamband.

Varahlutir voru sendir austur með fyrsta flugi í morgun og er unnið að viðgerð að sögn Sigurrósar.

Ekki er nema um þrjár vikur síðan bæir á svæðinu voru án sambands í tvo sólarhringa. „Búnaðurinn lætur helst undan í vondum veðrum og það hefur verið raunin í þessu tvö skipti.

Síðast gekk viðgerðarmönnum mjög illa að komast á staðinn vegna veðurs og því tók tíma að koma sambandinu á."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.