Síldarvinnslan er menntasproti atvinnulífsins 2015: Verðlaunin skipta fyrirtækinu miklu máli

menntasproti-2015-gunnthorÍ síðustu viku voru menntaverðlaun atvinnulífsins veitt í annað sinn en Menntaverðlaunin eru viðurkenning til fyrirtækja sem staðið sig hafa vel á sviði fræðslu- og menntamála.

Það var Síldarvinnslan hf. á Neskaupstað sem hlaut verðlaunin menntasproti ársins að þessu sinni, fyrir þróunarstarf og nýsköpun til eflingar menntunar og fræðslu.

Stofna Sjávarútvegsskóla

Síldarvinnslan, eitt af öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins en fyrirtækið var stofnað árið 1957. Árið 2013 stofnaði Síldarvinnslan Sjávarútvegsskóla þar sem 14 ára grunnskólanemum var gefinn kostur á að fræðast um fiskveiðar og -vinnslu yfir sumartímann á launum. Ástæðan var sú að kynslóð ungmenna var að alast upp á Neskaupstað án þess að fá nægilega fræðslu um sjávarútveg og mikilvægi hans og úr því vildi Síldarvinnslan bæta.

Fleiri bæst í hópinn

Fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem standa að skólanum, m.a. Eskja og Loðnuvinnslan, og nú nær Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggðar til allra svæða innan sveitarfélagsins og hafa 85% ungmenna í byggðinni, sem fædd eru árið 2000, lokið námi við skólann.

Skiptir máli

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin á menntadegi atvinnulífsins 2015 sem var haldinn þann 19. febrúar síðastliðin á Hilton Reykjavík Nordica. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar tók við verðlaununum og sagði þau skipta fyrirtækið miklu máli. Hann sagði það sláandi sem fram hefði komið á menntadeginum að 55% ungmenna í framhaldsskóla sjái ferðaþjónustu og sjávarútveg sem helstu vaxtargreinarnar í íslensku atvinnulífi en aðeins 8,5% hugsi sér að vinna við greinarnar. Mikil tækifæri blasi við í að fá ungt fólk til beina kröftum sínum í þessar greinar til að geta búið til meiri verðmæti og bætt lífskjör Íslendinga þannig að þau verði sambærileg við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar.

Á þriðja tug fyrirtækja í fjölbreyttum greinum atvinnulífsins þóttu hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála og hlutu tilnefningu. Verðlaunin voru veitt í tveimur flokkum, annars vegar sem menntafyrirtæki ársins og hins vegar menntasproti ársins.

Mynd: Illugi Gunnarsson, Hildur Elín Vignir og Gunnþór Ingvason við afhendingu menntaspotans 2015. / sfs.is

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.