Loðnuveiðar: Börkur kom með 2000 tonn eftir 30 tíma skottúr

malene s kh webBörkur NK landaði í dag yfir 2000 tonnum af loðnu á Norðfirði eftir rúmlega sólarhringsferð. Farið var í kapp við tímann þar sem óveðri var spáð á miðunum.

„Já, það var keyrt dálítið stíft á útleiðinni. Við fórum upp í 18-19 hnúta til að vera á undan veðrinu," segir Sturla Þórðarson, skipstjóri.

Loðnan veiddist um 15-20 mílur vestur af Ingólfshöfða. „Ætli við höfum ekki verið 30 tíma í túrnum. Við vorum um sex tíma á miðunum, köstuðum tvisvar og fengum smá afla hjá Polar Amaroq sem var kominn með fullfermi," segir Sturla.

Börkur kom svo til Norðfjarðar upp úr klukkan sex í morgun. Sturla segir loðnuna hafa verið góða og reiknar með að þorri hennar verði frystur á Japansmarkað.

Börkur heldur aftur á miðin í fyrramáli og stefnir á veiðar þegar veðrið batnar á þriðjudag. Nokkur skip hafa þó verið á veiðum út af Ingólfshöfða í dag, þar á meðal Vilhelm Thorsteinsson og Bjarni Ólafsson. Þá er Birtingur NK á leið á miðin sem og gamla Hoffellið.

Af Polar Amaroq er það að frétta að skipið lét úr höfn á Seyðisfirði upp úr klukkan sjö í kvöld, um tólf tímum eftir að það kom þangað drekkhlaðið tólf tímum fyrr.

Mynd: Kristín Hávarðsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.