Fjarðabyggð: Komdu þínu á framfæri

FramfaeriErt þú á aldrinum 15 til 30 ára og vilt koma skoðunum þínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á málefnum ungs fólks í Fjarðabyggð?

Æskulýðsvettvangurinn stendur fyrir fundi með ungu fólki í Grunnskóla Stöðvarfjarðar, miðvikudaginn 25. febrúar, kl. 13:00 til 15:30.

Viðfangsefni fundarins er skipt upp í fjóra flokka, menntun, íþróttir og æskulýðsmál, samfélagið mitt og listir og menning.

Fundarformið skiptist upp í fjórar 20 mín lotur. Allir þátttakendur fá að koma sínum skoðunum á framfæri í öllum flokkunum.

Í framhaldi af fundinum, frá kl. 15:30 til 16:00 fer síðan fram kynning á Lýðháskólum og ungmennaverkefnum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ)

Deginum lýkur svo á kynnisferð í Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði.

Allt ungt fólk er velkomið. Þátttaka er ókeypis og verða léttar veitingar í boði.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Guðmund Halldórsson, íþrótta- og tómstundafulltrúa, á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. varðandi, skráningu, leyfi frá skóla og far á ráðstefnuna.

Viðburðurinn er á FB.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar