Sendiherra Kanada á ferð um Fjarðabyggð

Stewart peturStewart Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi, hefur ferðast vítt og breitt um Fjarðabyggð á undanförnum dögum, en hann er staddur þar á eigin vegum í stuttu fríi.

Í gær kynnti hann sér meðal annars starfsemi Alcoa Fjarðaáls og uppbyggingu á vegum franska verkefnisins á Fáskrúðsfirði. Sendiherrann heimsótti einnig Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði og kom við á Íslenska stríðsárasafninu á Reyðarfirði, en kanadískar hersveitir voru hluti af setuliði bandamanna á Austurlandi í síðari heimsstyrjöldinni.

Þá átti sendiherrann fund með bæjarráði Fjarðabyggðar og Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra atvinnumála, en kanadísk stjórnvöld hafa látið talsvert að sér kveða í málefnum Norðurslóða.
Helginni varði sendiherrann í Neskaupstað og hafði m.a. ætlað sér á skíði í Oddsskarði en varð að hverfa frá því vegna veðurs. Hann heldur aftur heim í dag.

Mynd: Fjarðabyggð / Stewart Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi og Pétur Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar, á Íslenska stríðsárasafninu í gær.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar