Íbúafundur á Norðfirði um ofanflóðavarnir

Ibudafundur a nordfirdiÍbúafundurinn verður í Safnahúsinu í Neskaupstað, fimmtudaginn 12. febrúar kl. 20:00. Kynntar verða fyrirhugaðar framkvæmdir vegna ofanflóðavarna undir Urðarbotnum og undir Nes- og Bakkagiljum.

Á fundinn mæta Hafsteinn Pálsson, Ofanflóðasjóði, Kristín Martha Hákonardóttir og Björn Halldórsson, verkfræðistofunni Verkís og Þórhildur Þórhallsdóttir, Landmótun. Fundarstjóri er Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri.

Tillögur að vörnum neðan Urðarbotna taka mið af því að byggð stendur nærri hlíðinni og stafar byggðinni því hætta af jafnvel litlum snjóflóðum, sem eiga upptök sín í hvilftum neðan Urðarbotna. Einnig er hugsanlegt að berg hlaupi í sjó fram úr bergfyllu í Urðarbotni. Lagt er m.a. til að varnargarður standi 10 til 14 m yfir óhreyfðu landi. Heildarefnismagn í garða og keilur er áætlað um 145.000 m3. Kostnaður við framkvæmdina er metinn um 700 m.kr.

Tillögur að vörnum neðan nes- og Bakkagils taka mið af hættu af stórum snjóflóðum úr upptakasvæðum ofan giljanna, sem eru jafnfram stærstu upptakasvæðin í Neskaupstað. Lagt er m.a. til varnargarður standi 12 til 18 metra yfir ohreyfðu landi. heildarefnismagn í garða og keilur er áætlað um 175.000 m3. Kostnaður við framkvæmdina er metinn um 1.800 m.kr.

Samhliða varnarmannvirkjum verður ráðist í ýmsar umhverfis- og útivistartengdar framkvæmdir sem einnig verða kynntar á íbúafundinum.
 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.