Þorrinn: Guð og lukkan stjórnar því hvort hákarlinn verður góður

Hreinn  BjörgvinssonÞorrinn er gengin í garð í allri sinni dýrð og hafa margir gætt sér að gómsætum þorramat með öllu tilheyrandi undanfarna daga. Hákarl er eitthvað sem er ómissandi í þorrabakkann að margra mati. Hreinn Björgvinsson, trillukarl frá Vopnafirði hefur verkað og selt hákarl í há herrans tíð og veit allt um handbrögðin og galdurinn á bak við ljúffengan hákarlsbita.

„Ég er búin búinn að fikta við þetta nokkuð lengi, en með hléum þó. Ég veiði hákarlinn á línu og er veiðitímabilið frá seinnipart maí til byrjun júní og er ég svona um það bil fjórar vikur við þetta,“ segir Hreinn þegar Austurfrétt heyrði í honum.

Gríðarlegt happdrætti

Hvernig er hákarlinn svo verkaður? „Ef ég er að veiða fyrir flugutímann þá get ég sett eitthvað í kös á vorin sem hangir þá fram á sumarið. En það sem ég veiði þegar komið er í júní, þarf ég að frysta og geyma þangað til flugutíminn er búinn, og það hefur dregist oft fram í október undanfarin ár. Þá set ég hann í kös í rimlakassa þannig að það renni vel frá honum og set farg ofan á hann til að pressa hann. Þannig liggur hann í 40 - 45 daga, en það fer svolítið eftir hvað hlýtt er í veðri, og þá er hann tekinn og hengdur upp. Þá byrjar fyrir alvöru Happdrættið hvernig tíðin verður í upphengingu. Ef það er til dæmis mikið um rigningar og slagviðri kemur fyrir að hann verkast bara alls ekki. Þetta gríðarlegt happadrætti.“

Mikil vaktarvinna

Þetta er þá engin galdur á bak við góðan hákarl? „Nei, þetta er bara happa og glappa. Um leið og þetta er komið í kös er þetta komið úr mínum höndum. Það er bara guð og lukkan sem er með puttana í því, ég fæ engu stjórnað. En þetta er samt mikil vaktarvinna þegar kemur á veturinn, að fylgjast vel með að opna og loka þannig að það fenni ekki og framvegis. En hverjar eru kjöraðstæðurnar? „Kjöraðstæður eru þurrvirði og hlýindi en ekki mikill hiti.“

Bestur með súru slátri

En finnst okkar manni hákarl góður? „Mér finnst hákarl afskaplega góður og mér finnst hann bestur með súru slátri. En þegar ég er búin að vera kannski í tuttugu daga við að verka hann og smakka hann áður en ég sendi hann frá mér þá er spenningurinn farin að minka,“ segir Hreinn að lokum.

Mynd: Hreinn á veiðum / Ari Hallgrímsson, birt með leyfi.



 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.