Gamla Hoffellið til HB Granda

hoffell su2 hb webHoffell II SU 802, skip Loðnuvinnslunnar, mun halda á loðnuveiðar fyrir HB Granda innan skamms. Skipið hefur lítið verið notað á Fáskrúðsfirði síðan nýtt Hoffell var keypt þangað síðasta sumar.

Í tilkynningu frá HB Granda segir að gert sé ráð fyrir að Hoffellið verði komið til veiða seinni part næstu viku.

Skipstjóri verður Magnús Þorvaldsson og 1. stýrimaður Gunnar Gunnarsson. Þeir eru báðir gamalreyndir skipstjórar og hafa sinnt skipstjórn fyrir HB Granda árum saman.

Aflamark HB Granda í loðnu er um 72.000 tonn og eru nú um 55.000 tonn óveidd. Hoffellið mun veiða af þeim kvóta og landa ýmist á Akranesi eða Vopnafirði.

Mynd: Haraldur Bjarnason

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.