Fjarðarheiðargöng: 70 milljónir í frekari rannsóknir

bormenn fjardarheidi agust14 0008 webGert er ráð fyrir að sjötíu milljónum verði varið í frekari rannsóknar fyrir Fjarðarheiðargöng á þessu ári. Seyðfirðingar fagna því að verkið haldi áfram.

„Menn fagna þessum fjármunum því þetta er í samræmi við þá rannsóknaráætlun sem Vegagerðin hefur lagt fram um verkið," segir Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði.

Við lokaumræðu fjárlaga var 70 milljónum króna ráðstafað í frekari rannsóknir. „Það er ekki búið að ákveða hvernig þeim verður varið, hvort peningurinn fer í boranir eða eitthvað annað," segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

Borað var í miðri heiði síðasta sumar en borinn festist og komst þó ekki jafn neðarlega og áætlað var. Í samtali við Austurfrétt í dag sagði G. Pétur að niðurstöður þeirra rannsókna lægju ekki fyrir.

Seyðfirðingar hafa á móti barist fyrir því að Fjarðarheiðagöng verði sett á samgönguáætlun. Vilhjálmur vonast til að það takist en ekki hafa enn verið birt drög að nýrri áætlun.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.