Töluvert tjón í eldi í vélageymslu: Slökkviliðið tíu mínútur á staðinn

vopnafjordur 02052014 0004 webTöluvert tjón varð í eldsvoða í vélageymslu við bæinn Refsstað í Vopnafirði í gærkvöldi. Slökkvistarf gekk þó vel og var slökkviliðið aðeins um tíu mínútur á staðinn.

„Slökkvistarfið gekk ljómandi vel en skemman var alelda þegar við komum," segir Sölvi Kristinn Jónsson sem stýrði aðgerðum slökkviliðsins á vettvangi í gær.

Útkallið barst um klukkan hálfa átta og var slökkviliðið komið á staðinn, sem er um tíu kílómetrum fyrir innan þéttbýlið, rúmum tíu mínútum eftir að útkallið barst.

Sölvi segir slökkviliðið fljótlega hafa náð tökum á eldinum en aðstæður voru góðar, veðrið gott og nær enginn vindur. „Við fórum strax í að reyna að slökkva og það sló fljótt á. Við vorum komnir með góð tök á eldinum eftir kortér."

Reyk lagði um tíma yfir íbúðarhúsið á bænum en það kom ekki að sök og eins tókst alveg að verja gamalt fjós við hlið geymslunnar þar sem nokkrir nautgripir voru hýstir.

Á bakvið millivegg inn af vélageymslunni var trésmíðaverkstæði og geymsla. Eldurinn náði aldrei þangað en ummerki eru þar hins vegar eftir sót og reyk.

Auk tíu slökkviliðsmanna voru tíu félagar í björgunarsveitinni Vopna kallaðir til og aðstoðuðu þeir við vatnssöfnun.

Sölvi segir töluvert tjón hafa orðið í eldinum. Geymslan er ónýt og það sem í henni var, meðal annars dráttarvél, snjósleði og verkfræi.

Lögreglan á Eskifirði rannsakar eldsupptök.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.