88 dýr eftir af hreindýraveiðikvótanum í lok tímabils

joi guttAlls voru 88 dýr eftir óveidd þegar hreindýraveiðitímabilinu lauk í lok laugardags. Haft var samband við yfir 600 manns síðustu dagana til að reyna að koma út veiðileyfum. Þriðjungur þeirra sem fengu úthlutað leyfum í byrjun skilaði þeim inn.

Síðasti veiðidagurinn var á laugardag og í lok hans var búið að fella 1189 dýr af 1277 kvóta. Það þýðir að 88 dýr eru eftir eða tæp 7% kvótans.

Nær allur tarfakvótinn veiddist, tíu tarfaleyfi gengu ekki út en um áttatíu leyfi á kýr eru enn eftir.

Jóhann Guttormur Gunnarsson, starfsmaður Umhverfisstofnunar, segir að erfiðlega hafi gengið að koma út leyfum á kýr á svæðum 7 og 8 sem eru Djúpavogshreppur og nyrðri hluti Hornafjarðar. Ekki tókst að úthluta í tæka tíð 15 leyfum á svæði 7 og tíu á svæði 8.

Það er þó ekki þar með sagt að ekki hafi verið reynt. „Búið var að hafa samband við tæplega 500 manns við að úthluta leyfum á kýr á svæði 7 og 140 manns á svæði 8."

Dýrunum gæti samt enn fækkað því heimilt er að veiða 22 kýr á svæði 8 og 25 á svæði 9 í nóvember. Bæði svæðin tilheyra sveitarfélaginu Hornafirði. Þótt þær veiðist allar verða samt 13% kvótans á svæði 8 verða eftir óveidd, 15 dýr af 113.

Af þeim sem 1277 veiðimönnum sem fengu dýrum úthlutað í fyrstu umferð hefur þriðjungur veiðimanna, 440 talsins, hætt við eða skilað leyfi sínu inn á einhverjum tímapunkti.

Þorri þeirra, 300 talsins, skiluðu leyfunum í byrjun júlí þegar borga átti lokagreiðslu og ljúka skotprófi. Nokkrum leyfum var skilað inn á allra síðustu dögum og ekki tókst að koma þeim öllum út.

Jóhann segir tíðarfar hafa verið með eindæmum gott og veiðarnar yfirleitt gengið vel. Þær virðast þó þjappast of mikið saman.

„Eins og áður var of stór hluti kvótans veiddur á seinni hluta tímans. Of mikil samþjöppun veiðimanna er líka á helgarnar."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.