Níu mælum bætt við til að mæla gosmengun á Austurlandi

So2 maelistodvar nofnKeyptir hafa verið fjörtíu nýir mælar til að mæla brennisteinsmengun á landinu. Níu þeirra verður komið upp á svæðinu frá Vopnafirði til Djúpavogs á næstu dögum. Ekki verður þó hægt að fylgjast með upplýsingum frá öllum þeirra í rauntíma.

Í dag eru fjórir mælar á Austurlandi nettengdir og frá þeim er hægt að sjá gögn í rauntíma. Einn þeirra er á Egilsstöðum en hinir þrír í Reyðarfirði, nánar til tekið við Kollaleiru, Ljósá og Hólma. Til stendur að bæta við einum slíkum á Vopnafirði.

Þá verður komið upp mælum á Borgarfirði, Seyðisfirði, Neskaupstað, Fáskrúðsfirði, Breiðdalsvík, Djúpavogi og innst í Fljótsdal og Jökuldal.

Með mælunum er unnið að því að þétta net mælitækja sem mæla brennisteinsdíoxíð sem streymt hefur upp við eldgosið í Holuhrauni. Gasið hefur til þess aðallega verið mælt í námunda við stóriðju en fyrirtæki á borð við Landsvirkjum, Alcoa Fjarðál og fleiri að undanförnu lánað Umhverfisstofnun mæla.

Í dag birtir Umhverfisstofnun niðurstöður mælingar frá 10 SO2-mælum í rauntíma á heimasíðunni www.loftgæði.is. Á næstu dögum munu gögn frá fleiri mælum bætast við.

Nýju mælarnir eru þess eðlis að ekki er hægt að streyma mæligögnum samstundis á vefinn frá þeim en mælarnir verða vaktaðir og þegar þeir gefa til kynna hækkandi SO2 styrk verður almenningi tilkynnt um það. Áhersla er lögð á að geta upplýst landsmenn um hver gildin eru í þeirra heimabyggð.

Á næstunni verða því alls 20 mælar, sem eru á vegum ýmissa stofnanna og fyrirtækja, með rauntímaupplýsingar um styrk SO2. Við það mætast síðan fljótlega 23 hreyfanlegir mælar sem dreift verður um allt land. Einnig verður Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra með 17 mæla á sínum snærum. Alls verða því 60 mælar í notkun um land allt.

Á meðfylgjandi kort frá Umhverfisstofnun má sjá dreifingu mælanna.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.