Green Freezer: Aðstæður endurmetnar eftir að taugin slitnaði

green freezer thor tog thorlmagnEkki tókst að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði á hádegi eins og vonir stóðu til. Taug varðskipsins Þórs slitnaði við átakið.

Taugin slitnaði þegar komið var yfir 100 tonna átak og því þykir ljóst að skipið sitji mjög fast á strandstað, að því er fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.

Útgerð skipsins hafði lagt fram áætlun um að það yrði dregið af strandstað með hafnsögubátnum Vetti en talsmenn gæslunnar segja atvikið í hádeginu undirstrika að þær áætlanir hafi ekki verið raunhæfar.

Yfirstjórn aðgerða um borð í Þór vinnur nú að endurmati aðgerða í samráði við aðra viðbragðsaðila.

Mynd: Þórlindur Magnússon

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.