Gengið í skólana á Austurlandi

Gongum  i  skolannÁrlega taka miljónir barna þátt í Göngum í skólann-verkefninu í yfir fjörtíu löndum víðsvegar um heim. Ísland tekur nú þátt í áttunda sinn og eru þó nokkrir skólar á Austurlandi með.

Verkefninu verður hleypt af stokkunum í dag miðvikudaginn 10. September og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 8. október.

Göngum í skólann hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Hér á landi fer skráning skóla mjög vel af stað, enn geta skólar bæst í hópinn.

Skólarnir sem taka þátt hér fyrir austan eru m.a Grunnskóli Borgarfjarðar Eystri, Grunnskóli Breiðdalshrepps, Grunnskóli Eskifjarðarhrepps, Djúpavogsskóli, Grunnskóli Reyðarfjarðar, Seiðisfjarðarskóli, Stöðvarfjarðarskóli, Vopnafjarðarskóli og eiga efalaust fleiri eftir að bætast í hópinn.

Á alþjóðavísu er Göngum í skólann mánuðurinn í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er 8. október. Vegna birtu og veðuraðstæðna fer Göngum í skólann verkefnið fram hér á Íslandi í septembermánuði og því lýkur á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 8. október n.k.

Meginmarkmið Göngum í skólann eru að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla. Um leið er ætlunin að: Hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Kenna reglur um öryggi á göngu og á hjóli.

Draga úr umferð við skóla: Draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Betra og hreinna loft ásamt öruggari og friðsælli götum og hverfi.

Stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál: Hversu ,,gönguvænt“ umhverfið er og hvar úrbóta er þörf. Samfélagsvitund eykst.
Hvetja til heilbrigðs lífsstíls fyrir alla fjölskylduna: Hreyfing vinnur gegn hjartasjúkdómum, offitu og sykursýki II og stuðlar að streitulosun, betri sjálfsmynd, o.fl.

Þeir sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, embætti Landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðastofa og Landssamtökin Heimili og skóli.




Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.