Sveitarstjóraskipti á Vopnafirði: Fyrsti dagur Ólafs Áka

ibuafundur bdalsvik mars14 0010 webSveitarstjóraskipti urðu á Vopnafirði fyrir helgi þegar Þorsteinn Steinsson lét af störfum og Ólafur Áki Ragnarsson tók við. Enn eru þó tvær vikur í að Ólafur Áki komi til starfa að fullu.

Síðasti starfsdagur Þorsteins, sem gegnt hefur starfinu undanfarin 16 ár, var á fimmtudag en hann hefur verið ráðinn til starfa á Grundarfirði.

Í frétt á vef Vopnafjarðarhrepps segir að ljóst hafi verið fyrir kosningar í vor að öll framboðin hafi litið svo á að komið væri að vatnaskilum og rétt að leita eftir nýjum framkvæmdastjóra með auglýsingu.

Þorsteinn tilkynnti sjálfur skömmu fyrir kosningar að hann hygðist ekki sækjast eftir að halda áfram.

Ólafur Áki Ragnarsson, sem síðustu ár hefur gegnt haft umsjón með málefnum SSA innan Austurbrúar, var ráðinn sem arftaki Þorsteins að loknu auglýsingaferli.

Hann tók við starfinu á föstudag og kom þá og heilsaði upp á starfsfólk. Hann tekur þó ekki formlega til starfa fyrr en mánudaginn 1. september. 

Ólafur Áki, lengst til hægri, er nýráðinn sveitarstjóri á Vopnafirði. Mynd: GG

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.