Tvær nýjar sýningar opna í Breiðdalssetri

breiddalsvik2008Í dag opna tvær nýjar sýningar í Breiðdalssetri. Annars vegar jarðfræðisýning sem byggir á væntanlegri handbók um jarðfræði Austurlands og hins vegar ljósmyndasýning um uppbyggingu Breiðdalsvíkur.

Jarðfræðisýningin opnar formlega kl. 16 og ber heitið „Jarðfræði Austurlands: gosberg og innviðir eldfjalla". Sýningin fjallar um jarðfræðilega áhugaverð fyrirbæri á Austfjörðum.

Ásamt lesefninu verða bergsýni frá hverjum stað sem gestir geta skoðað og fengið meiri innsýn í umfjöllunarefni sýningarinnar. Það eru Christa Maria Feucht, Martin Gasser, Þovaldur Þórðarson og Sigurður Max Jónsson sem standa á bak við sýninguna.

Á sama tíma opnar ljósmyndasýningin „Tveir tímar: Þróun byggðar á Breiðdalsvík", þar sem ljósmyndir frá mismunandi tímum uppbyggingar á Breiðdalsvík verða til sýnis ásamt nýjum ljósmyndum sem teknar voru í sumar frá sama sjónarhorni. Arna Silja Jóhannsdóttir tók nýju myndirnar á sýningunni.

Breiðdalssetur er opið daglega frá 11-18.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.