Meiri umferð á Austurlandi

malbikun fagridalur juli14Meiri umferð er um Hringveginn á Austurlandi það sem af er ári heldur en á sama tíma í fyrra. Þetta er í takt við spár Vegagerðarinnar. Umferð á Austurlandi jókst lítillega um verslunarmannahelgina samanborið við helgina í fyrra.

Þetta kemur fram í umferðartölum sem Vegagerðin birti í dag. Aukning umferðar frá áramótum nemur 6,5% og 3,6% í júlí. Umferð á Hringveginum hefur almennt aukist og nýliðinn júlí sá næst umferðarmesti í sögunni en metið er frá 2009.

Vegagerðin hefur spáð 4% aukningu á Hringveginum í ár. Þessi aukning er þó aðeins brot af stökkinu sem varð í fyrra þegar umferð um Hringveginn á Austurlandi jókst um fjórðung í júlí samanborið við sama mánuð 2012.

Umferð um verslunarmannahelgina jókst um 6,3% Austurlandi yfir verslunarmannahelgina frá föstudegi til og með mánudegi. Í samanburði landshluta er umferðin samt langminnst yfir helgina á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar