Ásta Kristín ráðin verkefnastjóri í atvinnumálum í Fjarðabyggð

asta kristin sigurjonsdottir 2011Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, fyrrum fulltrúi nýsköpunar og þróunar hjá Austurbrú hefur verið ráðinn verkefnastjóri atvinnumála í Fjarðabyggð til eins árs. Fulltrúi Fjarðalistans sat hjá þegar bæjarráð gekk frá ráðningunni.

Í greinargerð bæjarstjóra, sem lögð var fram á bæjarráðsfundinum, segir að á „undanförnum misserum hafi verið rætt um nauðsyn þess innan stjórnkerfis Fjarðabyggðar að ráða verkefnastjóra atvinnumála í Fjarðabyggð m.a. til þess vinna að stefnumótun og fylgja eftir þróun á uppbyggingu miðstöðvar fyrir olíuleit og þjónustu við slíkan iðnað."

Áfram þurfi að vinna að skipulagi varðandi þau mál, til dæmis tengslauppbyggingu, mótun samninga og fleira. Að auki þurfi að kortleggja innviði samfélagsins enn frekar og hvaða þarfir þurfi að leysa við frekari uppbyggingu atvinnulífs í Fjarðabyggð.

Gert var ráð fyrir starfinu í meirihlutasamningi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þar er gert ráð fyrir að árangur starfsins verði metinn að ári loknu.

Eydís Ásbjörnsdóttir, fulltrúi Fjarðalistans í bæjarráði, sat hjá við ráðninguna. Í bókun hennar segist hún telja eðlilegt að meirihlutaflokkarnir sjái um ráðninguna þar sem starfið sé hluti af samkomulagi þeirra.

Þá telji hún einnig æskilegt að stöður sem þessi hjá sveitarfélaginu séu auglýstar til umsóknar. Hún segir Fjarðalistann að öðru leyti styðja að farið verði í stefnumótunarvinnu við hafnsækna starfsemi í sveitarfélaginu.

Ásta Kristín er 35 ára gömul með menntun í viðskiptafræði, iðnrekstrarfræði og verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur um árabil sinnt ráðgjöf við ráðgjöf og sveitarfélög á Austurlandi á sviði nýsköpunar og þróunar og var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.