Héraðslisti, Sjálfstæðisflokkur og Á-listi byrja á að ræða saman

x14 heradslistiHéraðslisti, Sjálfstæðisflokkur og Á-listi ætla að byrja að ræða saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Ekki virðist ætla að ganga að koma saman fjögurra flokka meirihluta.

Oddvitar allra framboðanna fjögurra sem komu að mönnum í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs funduðu í gærkvöldi um mögulegt samstarf þeirra allra. Þær viðræður hafa skilað þeirri niðurstöðu að möguleikinn sé ekki raunhæfur.

„Menn telja að hugmyndin sé ágæt en það séu ákveðnar hindranir í henni," segir Sigrún Blöndal, oddviti Héraðslistans.

Niðurstaðan eftir fundinn var að Héraðslisti, Sjálfstæðisflokkur og Á-listi, sem eiga tvo bæjarfulltrúa hver, ræði saman um mögulega myndun meirihluta.

„Við sjáum fljótt hvort grundvöllur sé fyrir að ræða áfram saman. Síðan sjáum við hvað gerist í framhaldinu."

Gunnar Jónsson, oddviti Á-lista, segir viðræðurnar „á viðkvæmu stigi." Hans mat er að „ekki sá áhugi fyrir samstarfi allra" og staðfesti að í „morgun hafi verið ákveðið að við myndum setjast niður þrjú.

Aðalmálið er að koma saman starfhæfri bæjarstjórn."

Framsóknarflokkurinn á þrjá menn í bæjarstjórninni. Flokkurinn myndaði meirihluta á síðasta kjörtímabili með Á-lista en upp úr viðræðum þeirra um áframhaldandi samstarf slitnaði á mánudag.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.