Ágætur gangur í kolmunnaveiðum

neskÁgætur gangur er í kolmunnaveiðum en skipin eru flest að veiðum innan færeysku lögsögunnar þótt aflanum sé landað á Austfjörðum. Barði dró Bjart til hafnar í Neskaupstað í gærkvöldi eftir að vélarbilun kom upp í síðarnefnda skipinu.

Fiskimjölsverksmiðjur Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði og í Neskaupstað hafa tekið á móti 35.400 tonnum það sem af er vertíðarinnar. Tveimur þriðju hluta aflans hefur verið landað í Neskaupstað.

Í frétt á vef Síldarvinnslunnar segir að veiðin hafi verið þokkalega góð innan færeysku lögsögunnar. Börkur NK er á leið í land og Beitir og Birtingur hafa fiskað þokkalega.

Á Vopnafirði landaði Lundey tæpum 1600 tonnum í gær. Á vef HB Granda er haft er eftir skipstjóranum að kolmunninn stefni í norður og farinn sé að veiðast heldur smærri fiskur en í fyrri veiðiferðum.

Barði landaði rúmum þrjú hundruð tonnum af blönduðum afla í Neskaupstað í gær. Ufsi var uppistaðan í aflanum.

Þegar Barði var nýkominn til hafnar fréttist af því að bilun hefði komið upp í aðalvél ísfisktogarans Bjarts þar sem hann var að veiðum á Haftinu í Berufjarðarál og fékk Barði það hlutverk að draga hann til hafnar þangað sem þau komu um miðnætti.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.