Sumarstörf á landsbyggðinni: STARF leitar eftir samstarfsaðilum

Starf ehf STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf er að kynna verkefni sem ber yfirskriftina Sumarstörf á landsbyggðinni, en það gengur út á að leita eftir samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki vítt og breytt um landið sem hafa í hyggju að ráða til sín sumarstarfsfólk.

Með auknum umsvifum í ferðaþjónustu er líklegt að eftirspurn eftir fólki hafi aukist og gengur verkefni STARFs út á það að ná sambandi við þau fyrirtæki sem eru að leita að starfsfólki fyrir sumarvertíðina og fá þau til að ráða til sín fólk sem er á lausu.

STARF er nú þegar með á skrá marga einstaklinga sem hafa áhuga á að vinna við ferðaþjónustu úti á landi og er með þessu átaki að aðstoða þá við að finna störfin.

Einstaklingarnir sem um ræðir hafa sýnt því áhuga að starfa t.a.m. á gistiheimilum, veitingahúsum, við afþreyingarferðaþjónustu, bílaleigur, ferðaskrifstofur, flugþjónustu eða hópbifreiðar. Um er að ræða fjölbreyttan hóp með margvíslegan bakgrunn og eru nokkrir með góða menntun og/eða reynslu af ferðaþjónustu. Þeir geta hafið störf nánast strax og starfað vel inn í haustið eða jafnvel til frambúðar.

Ferðaþjónustuaðilum, sem hafa áhuga á að skoða þennan möguleika við ráðningar, er bent á að skrá starfið sem í boði er á vefsíðu STARFs: www.starfid.is (Atvinnurekandi – Beiðni um starfsmann) og tilgreina að um sumarstarf sé að ræða. Einnig má senda póst á: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hefur þá atvinnuráðgjafi STARFs samband fljótlega.

STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf ehf. er fyrirtæki í eigu Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og var stofnað vorið 2012 til að halda utan um tilraunaverkefni um þjónustu við félagsmenn tiltekinna stéttarfélaga sem eru án atvinnu og í atvinnuleit.

Þjónustan fer fram á fjórum þjónustumiðstöðvum og starfa 14 atvinnuráðgjafar við verkefnið. Þungamiðja þjónustunnar er vinnumiðlun og er markmiðið að koma atvinnuleitendum aftur til starfa.

Nánari upplýsingar um STARF má finna á vefsíðu félagsins: www.starfid.is.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.