Ekki kennt í dymbilviku þrátt fyrir verkfall

frambodsfundur va 0010 webBætt verður aftan á skólaárið í austfirskum framhaldsskólum og kenndur einn laugardagur til að vinna upp kennslu sem glatast hefur út af kennaraverkfalli. Ekki verður kennt í dymbilviku.

Samkvæmt nýgerðum samningum framhaldsskólakennara og ríkisins bætast við sex auka kennsludagar til að vinna upp verkfallið sem stóð í þrjár vikur.

Í Verkmenntaskóla Austurlands bætist ein kennsluvika við í maí nema í þeim áföngum sem kenndir voru í verkfallinu. Þar hefst prófatímabil 12. maí en átti að hefjast 5. maí.

Laugardeginum 17. maí er bætt við sem prófadegi og prófunum þjappað saman á styttra tímabil en áður var fyrirhugað. Þeim lýkur með sjúkraprófum 21. maí í stað 16. maí.

Í bréfi sem skólameistari sendi frá sér í vikunni segir að til greina komi að byrja prófin laugardaginn 12. maí en það komi í ljós þegar prófatafla liggi fyrir að loknu páskafríi.

Breytingarnar í VA hafa hvorki áhrif á páskafrí né brautskráningu.

Í Menntaskólanum á Egilsstöðum verður kennt á laugardaginn og byrjað strax aftur þriðjudaginn eftir páska. Prófadögum er fækkað um einn og prófatíma hliðar til þannig að þeim lýkur 19. maí í stað 16.

Þar verður einnig kennt á sumardaginn fyrst og 1. maí. Þá er kennt 12. og 13. maí og próf hefjast svo strax 14. maí og taka fjóra daga.

Breytingarnar hafa engin áhrif á útskrift sem verður laugardaginn 24. maí.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.