Eina boðið í rannsóknir fyrir Fjarðarheiðargöng langt yfir kostnaðaráætlun

seydisfjordur april2014 0006 webVegagerðin metur nú stöðuna eftir að aðeins eitt boð langt yfir kostnaðaráætlun barst í rannsóknarboranir fyrir væntanleg Fjarðarheiðargöng. Þrjátíu milljónir voru ætlaðar í verkið af fjárlögum í ár.

Tilboðin voru opnuð á þriðjudag en um er að ræða 550 metra kjarnaborun sem lokið skal fyrir 1. september.

GeoTækni á Selfossi átti eina boðið í verkið upp á 47,95 milljónir króna eða 155,8% af kostnaðaráætlun sem var upp á 30,8 milljónir.

„Það er á þessari stundu bara verið að fara yfir þetta og þarf einhvern tíma í það skoða þetta og meta síðan í framhaldinu," segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í svari við fyrirspurn Austurfréttar um hver næstu skref í málinu verði og hvaða áhrif boðið hafi á framvindu verksins.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.