Lýsa furðu og vanþóknun á niðurstöðu Fjarðabyggðar: Fleiri tálmar en Fjarðarheiði

smyril line afgreidslaFerða- og menningarmálanefnd Seyðisfjarðar telur fleiri farartálma í vegi ferðalanga með Norrænu að vetrarlagi heldur en Fjarðarheiði. Nefndin er verulega óánægð með þá ákvörðun Fjarðabyggðar að halda áfram viðræðum við útgerð ferjunnar um möguleikana á siglingum til Eskifjarðar.

Þetta kemur fram í áskorun frá fundi nefndarinnar í síðustu viku en til hans var sérstaklega boðað til að ræða hugsanlegan flutning ferjunnar.

Í áskoruninni lýsir nefndin „furðu og vanþóknun" á niðurstöðu hafnarstjórnar og bæjarráðs um að halda viðræðunum áfram og „treystir því að bæjarstjórn Fjarðabyggðar komi málinu í réttan farveg í samræmi við margítrekaðar samþykktir aðalfunda Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) um málið."

Nefndin telur einnig að flutningurinn leysi ekki vandamál við vetrarakstur farþega og þeirra sem þurfi að koma frakt í skipið.

„Nefna má vanbúna fólksflutningabíla frá mið-Evrópu og bílstjóra sem eru óreyndir íslenskum vetraraðstæðum. Einnig er rétt að benda á þá staðreynd að yfir veturinn koma einnig upp vandamál varðandi færð á Hólmahálsinum, Fagradal og á Möðrudalsöræfum."

Ferða- og menningarnefnd bendir á að staðhátta þekking heimamanna og reynsla á Seyðisfirði sé vannýtt í þessu tilliti en fullur vilji er til aðstoðar þegar það á við ef eftir henni væri leitað. „

Skorað er á forsvarsmenn Smyril-Line, bæjarstjórn og alla íbúa Fjarðabyggðar að styðja frekar við baráttu Seyðfirðinga fyrir jarðgöngum undir Fjarðarheiði enda þekki „íbúar Fjarðabyggðar og Færeyja á eigin skinni mikilvægi jarðgangna og góðra samgangna."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.