Snjórinn minnkar hægt á heiðum: Enn veruleg hætta við háspennulínur

faskrudsfjardarlina 07032014 webLandsnet varar ferðafólk enn við hættu sem stafar af því að vera á ferð við háspennulínur á hálendinu. Þar sem ástandið er verst hefur verið gripið til þess ráðs að moka, eða ryðja frá línum og setja upp merkingar.

„Það er enn víða ansi mikill snjór sem ekki hefur náð að bráðna eða rigna niður. Það gengur á snjóinn í hlýindunum en það þarf ansi mikið til að hann bráðni," segir Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti.

Fyrirtækið sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem varað er við aðstæðum við línur á Austurlandi þar sem víða sé stutt upp í þær frá snjó. Sums staðar sé hæðin upp í línurnar bara 1-2 metrar og á öðrum stöðum hafi þær fennt í kaf.

Þar segir að búið sé að moka, eða ryðja frá línum og setja upp merkingar þar sem ástandið er verst en eftir sem áður er mikilvægt að allir sem eru á ferð til fjalla sýni aðgát.

„Við viljum vara fólk við að koma nálægt þessum mannvirkjum því þau eru undir háspennu og lífshættulegt að fara of nálægt þeim," segir Guðlaugur.

„Við vitum að það sé enn mikill snjór við sumar línur og stutt upp í þær þannig við teljum verulega hættu við þær. Því viljum við ítreka viðvaranir okkar því ferðalög á fjöll aukast með hækkandi sól," segir Guðlaugur og nefnir Vopnafjarðarlínu yfir Hellisheiði, Stuðlalínu og Eskifjarðarlínu sem dæmi um varasöm svæði.

Mynd: Landsnet

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.