Þrjú efstu sætin óbreytt hjá Fjarðalistanum

fjardalisti topp5 mars14Bæjarfulltrúarnir Elvar Jónsson, Eydís Ásbjörnsdóttir og Esther Ösp Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin á framboðslista Fjarðalistans í sveitarstjórnarkosningunum í Fjarðabyggð í vor. Listinn var samþykktur á félagsfundi í kvöld.

Varabæjarfulltrúinn Stefán Már Guðmundsson fer úr fjórða sætinu í það áttunda. Í fjórða sætið kemur hins vegar hinn gamalreyndi Einar Már Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður og núverandi skólastjóri á Fáskrúðsfirði.

Listinn í heild sinni:

1. Elvar Jónsson, 38 ára, skólameistari í Neskaupstað
2. Eydís Ásbjörnsdóttir, 40 ára, hársnyrtimeistari á Eskifirði
3. Esther Ösp Gunnarsdóttir, 30 ára, kynningarstjóri á Reyðarfirði
4. Einar Már Sigurðarson, 62 ára, skólastjóri og fyrrverandi þingmaður í Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði
5. Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, 24 ára, grunnskólakennari á Reyðarfirði
6. Ævar Ármannsson, 55 ára, húsasmíðameistari á Stöðvarfirði
7. Marsibil Erlendsdóttir, 54 ára, vitavörður í Mjóafirði
8. Stefán Már Guðmundsson, 53 ára, íþróttakennari í Neskaupstað
9. Sigríður Margrét Guðjónsdóttir, 35 ára, dagmóðir í Neskaupstað
10. Þórdís Jóna Guðmundsdóttir, 24 ára, háskólanemi á Eskifirði
11. Jón Finnbogason, 49 ára, vélsmiður á Fáskrúðsfirði
12. Jóhanna Reykjalín, 29 ára, hundaþjálfari og uppeldisfræðingur á Reyðarfirði
13. Steina Gunnarsdóttir, 18 ára, framhaldsskólanemi í Neskaupstað
14. Haukur Árni Björgvinsson, 22 ára, háskólanemi á Stöðvarfirði
15. Óskar Ágúst Þorsteinsson, 31 árs, bókavörður í Neskaupstað
16. Elías Jónsson, 48 ára, stóriðjutæknir á Reyðarfirði
17. Katrín Guðmundsdóttir, 65 ára, glerlistamaður á Eskifirði
18. Þórður M. Þórðarson, 88 ára, eldri borgari í Neskaupstað

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar