Búið að loka Fjarðarheiði: Björgunarsveitir kallaðar út til að losa bíla

rutubjorgun 09102013 nikkibraga 2 webBjörgunarsveitin Ísólfur var í dag kölluð út á Fjarðarheiði til að losa fjóra bíla sem þar sátur fastir. Ferðamenn eru áminntir um að virða lokanir vega.

Þetta kemur fram í frétt frá Landsbjörg. Fleiri austfirskar sveitir hafa verið kallaðar út í dag en bíll var sendur frá Egilsstöðum til að sækja fólkið sem var í bílunum á Fjarðarheiði til byggða.

Þá var björgunarsveitin Jökull á Jökuldal einnig kölluð út til að sækja bíl sem var fastur á Jökuldalsvegi.

Í tilkynningu Landsbjargar er brýnt fyrir vegfarendum að vera ekki á ferðinni á fjallvegum nema á mjög vel búnum bílum, að ferðast ekki einbíla þar sem veður er vont og færð slæm og skilja alltaf eftir ferðaáætlun þar sem fram kemur væntanlegur komutími á áfangastað. Einnig skal ávalt virða lokanir vega.

Ófært er og óveður á Fjarðarheiði og ófært um Vatnsskarð til Borgarfjarðar. Þungfært er á Möðrudalsöræfum og snjóþekja á flestum öðrum vegum á Austurlandi.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.