1. maí á Austurlandi

afl.gif
AFL Starfsgreinafélag stendur fyrir hátíðahöldum um allt Austurland á morgun, 1. maí, á alþjóðadegi verkamanna. 1. maí hátíðarföld AFLs fara fram á eftirfarandi stöðum:
 

Vopnafjörður 
Hátíðardagskrá  verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl.  14:00.
Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar. Tónlistaratriði til skemmtunar. 
Ræðumaður: Kristján Magnússon

Borgarfjörður eystri
Hátíðardagskrá verður í félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12.00  
Kvenfélagið Eining sér  um veitingar.
Ræðumaður: Þröstur Bjarnason

Seyðisfjörður  
Hátíðardagskrá verður í félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00.    
8 og 9 bekkur Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði.
Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Egilsstaðir 
Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði  kl. 10.00  
Brunch og tónlistaratriði.
Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson

Reyðarfjörður 
Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00.  
Níundi bekkur sér um kaffiveitingar  og Tónskóli Reyðarfjarðar um tónlistaratriði. 
Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir

Eskifjörður 
Hátíðardagskrá verður í Melbæ félagsheimili eldri borgara kl. 14:00. 
Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar. Tónlistaratriði. 
Ræðumaður: Pálína Margeirsdóttir

Neskaupstaður 
Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Norðfjarðar kl.14.00. 
Félag eldri borgara sér um kaffiveitingar og félag harmonikkuunnenda um tónlist.
Ræðumaður: Grétar Ólafsson 

Fáskrúðsfjörður 
Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar kl. 15:00  
9. bekkur grunnskólans sér  um kaffiveitingar, tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar. 
Ræðumaður: Sigurður Hólm Freysson

Stöðvarfjörður
Hátíðarkaffi verður í Brekkunni  kl. 15:00  
Kaffiveitingar og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarða. 
Ræðumaður: Sverrir Kristján Einarsson

Breiðdalsvík 
Hátíðardagskrá verður  á Hótel Bláfelli frá kl. 14:00 
Kaffiveitingar og tónlistaratriði. 
Ræðumaður: Bryndís Aradóttir

Djúpavogur 
Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð kl. 10:00, 
Brunch og tónlistaratriði.
Ræðumaður: Gunnhildur Imsland

Hornafjörður
Hátíðardagskrá verður á Hótel Höfn kl. 14:00. 
Kaffiveitingar,  og Lúðrasveit Hornafjarðar.
LEGO hópur, strákarnir sem fóru í Músíktilraunir frá Höfn.
Ræðumaður: Reynir Arnórsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar