Yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni lýsir ánægju með samstarf við björgunarsveitir og lögreglu um að koma í veg fyrir að ökumenn, sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í gær, legðu á Fjarðarheiðina á sumardekkjum. Einn bíll var skilinn eftir þar í nótt. Óvissustigi vegna snjóflóða var lýst yfir á Fagradal.